Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sprengjuleitarhundur skildi eftir „sprengju“ í Leifsstöð
Sunnudagur 27. júlí 2003 kl. 19:37

Sprengjuleitarhundur skildi eftir „sprengju“ í Leifsstöð

Fjölmargir farþegar og starfsmenn í Leifsstöð í dag hugsa leitarhundi, sem notaður var við sprengjuleit í flugstöðinni í morgun, þegjandi þörfina. Ástæðan er sú að hundurinn skeit á gólfteppið í við landgang flugstöðvarinnar án þess að þeir sem voru ábyrgir fyrir hundinum hreinsuðu stykkin upp eftir dýrið eins þeim sem halda hunda er uppálagt. Þess í stað var skíturinn fyrir manna fótum og mörgum voru mislagðir fætur í flugstöðinni í dag.Margir urðu fyrir því að stíga í hundaskítinn og á skammri stund var kominn hundaskítur um stórt svæði í flugstöðinni. Þeir sem tóku ekki eftir því strax að hafa stigið í skítinn urðu að sætta sig við það að finna megna skítalykt en vita það ekki að hún var af þeirra eigin skófatnaði. Það kom síðan í hlut ræstitækna flugstöðvarinnar að þrífa upp illa lyktandi klessurnar úr gólfteppinu.
Hvort hundurinn verður skikkaður í bleiu næst þegar hann kemur í Leifsstöð skal ósagt látið. Eitt er víst að hundahaldararnir verða að huga betur að því sem hann skilur eftir í flugstöðinni, enda má ekki skilja neitt torkennilegt eftir í flugstöðvarbyggingunni af öryggisástæðum!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024