Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 11. september 2001 kl. 22:12

Sprengjuhótunin gabb

Ekkert fannst við sprengjuleit í Leifsstöð í kjölfar sprengjuhótunar sem barst á áttunda tímanum í kvöld. Flugvél Flugleiða frá Kaupmannahöfn lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 21 og var hún afgreidd stuttu síðar. Sprengjuhótunin barst í gegnum síma og hefur hún verið rakinJóhann R. Benediktsson, sýslumaður sagði í viðtali að rannsókn stæði yfir og að hefðbundin leit hefði farið fram í Leifsstöð. Stöðin var rýmd og var beðið til að verða kl. 22 en þá var starfsmönnum hleypt inn að nýju. Lögreglan stóð vakt við stöðina fram að þeim tíma. Fjöldi starfsmanna beið sem og fólk sem beið þess að taka á móti farþegum með flugi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024