Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 29. mars 2002 kl. 19:40

Sprengjuhótun í Virgin-þotunni upplýst

Franskur maður hefur verið handtekinn í Tampa í Flórída fyrir að hafa skrifað sprengjuhótun á spegil í breskri flugvél frá Virgin Atlantic, sem nauðlenti í kjölfarið á Keflavíkurflugvelli 19. janúar. Flugvélin var á leið frá London til Orlando þegar flugstjórinn óskaði eftir nauðlendingu í Keflavík vegna sprengjuhótunar um borð. Maðurinn starfaði sem flugþjónn í vélinni að sögn Stöðvar 2 í kvöld.Maðurinn sem handtekinn var heitir Michael Phillipe og er 25 ára gamall með franskt ríkisfang. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti. Skilaboðin sem skrifuð voru á spegil á salerni þotunnar voru: "American must die" og "Bin Laden is the best Americans must die there is a bomb on board Al Quaida." Um borð í Boeing 747 flugvélinni voru 322 farþegar og 18 manna áhöfn.

Byggt á fréttum mbl.is og Stöðvar 2
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024