Laugardagur 8. desember 2001 kl. 12:40
Sprengju leitað í jólapakka
Sprengjusveit Landhelgisgæzlunnar var í gær kölluð að barnaskóla Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli vegna torkennilegs jólapakka. Pakkinn reyndist hættulaus en Varnarliðið hefur mjög strangar vinnureglur sem farið er eftir þegar grunsamlegir hlutir finnast.