Sprengingar á síðustu nótt ársins
Töluverður erill var hjá Lögreglunni í Keflavík í nótt við afskipti af ungmennum sem voru við þá iðju að sprengja upp flugelda við litla hrifningu íbúa Reykjanesbæjar. Sprengjuglaðir unglingar fíruðu flugeldana fram á nótt og var lögreglan margoft kölluð út vegna ónæðis sem sprengjuvargarnir ollu. Lögreglan vill koma þeim tilmælum á framfæri til foreldra að fylgjast vel með athæfi barna varðandi meðferð flugelda þessa dagana. Á miðnætti þegar árið 2003 gengur í garð er hins vegar öllum frjálst að skjóta upp flugeldum og er ekki búist við öðru en mikið magn þeirra lýsi upp himininn, enda veðurspáin með eindæmum góð.