Sprenging í rafmagnsinntaki
Laust eftir kl. 12 að hádegi í dag voru lögregla og slökkvilið send að íbúðarhúsi við Smáratún í Keflavík. Var eldur laus í húsinu en í ljós kom að sprenging hafði orðið í rafmagnsinntaki. Til allrar lukku voru skemmdir minniháttar.
Skömmu áður eða kl. 11:56 var tilkynnt um árekstur tveggja bifreiða á mótum Hafnargötu og Flugvallarvegar í Reykjanesbæ. Um minniháttar óhapp var að ræða.
Skömmu áður eða kl. 11:56 var tilkynnt um árekstur tveggja bifreiða á mótum Hafnargötu og Flugvallarvegar í Reykjanesbæ. Um minniháttar óhapp var að ræða.