Sprenging í íbúð og hurð þeyttist af hjörunum
Sprenging varð í íbúð í Heiðarhverfi í Reykjanesbæ um kl. 23 í kvöld. Við sprenginguna þeyttist hurð af hjörunum og hurðarkarmurinn fylgdi í kjölfarið. Húsráðendur voru heima og varð mjög brugðið.
Ástæða sprengingarinnar er rakin til þess að sprittkerti voru logandi ofan á þvottavél og þau virðast hafa kveikt í einhverju eldfimu sem síðan varð til þess að eldur komst í spraybrúsa á hillu ofan við þvottavélina. Gríðarlegt afl virðist hafa verið leyst úr læðingi og hurðin á þvottahúsinu þeyttist af hjörunum og hurðarkarmurinn fór sömu leið.
Húsráðendur höfðu slökkt eldinn með handslökkvitæki áður en slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á staðinn.
Myndin tengist ekki fréttinni.