Sprenging framan við Casino í Keflavík
Mikil sprenging varð í geymsluporti við bílasprautunarverkstæðið Nýsprautun við Grófina í Keflavík um klukkan eitt í nótt. Portið er gengt nektardansstaðnum Casino. Þrír bílar stóðu í ljósum logum þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn.Ekkert fólk var á svæðinu þegar sprengingin varð. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Lögregla telur að kveikt hafi verið í eldfimum efnum í portinu.