Sprengdu 13 sprengjur á Háabjalla
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæzlunnar sprengdu í morgun 13 sprengjur á Háabjalla við Reykjanesbraut. Hvellurinn var hár og á svæðinu myndaðist stór gígur. Að Háabjalla er útivistarsvæði og skógrækt en þar hafa verið að finnast virkar sprengjur síðustu áratugi. Nýlega fundu börn stóra virka sprengju á svæðinu sem sprengjusérfræðingar eyddu.Landhelgisgæslan var fengin til að gera óvirka sprengju á svæðinu í morgun. Þegar hún hafði verið sprengd kom önnur sprengja í ljós í sprengjugígnum. Þá var hafist handa við að kemba svæðið og að lokum höfðu fundist þrettán sprengjur. Þeim var öllum eytt.
Myndin: Í morgun var þrettán sprengjum eytt af sprengjusérfræðingum að Háabjalla. Myndin er frá því fyrr í sumar þegar sprengju var eytt á sama stað.
Myndin: Í morgun var þrettán sprengjum eytt af sprengjusérfræðingum að Háabjalla. Myndin er frá því fyrr í sumar þegar sprengju var eytt á sama stað.