Sprautunálar finnast við Heiðarholt
Fimm sprautunálar fundust við Heiðarholt í Reykjanesbæ seinnipartinn á þriðjudag. Íbúi við Heiðarholt tilkynnti málið til lögreglunnar í Keflavík. Var ein nálin notuð en fjórar ónotaðar. Voru nálarnar sóttar af lögreglu og þeim eytt. Að sögn lögreglunnar í Keflavík má teljast líklegt að nálarnar tengist fíkniefnaneyslu.