Sportbúð Óskars tekur stórbreytingum
Miklar breytingar eru hafnar á verslunarhúsnæði Sportbúðar Óskars í Keflavík. Verður verslunin lokuð í einhvern tíma en að breytingum loknum opnuð stærri og glæsilegri búð. Um leið og vinna við breytingarnar hefst opnar í fyrramálið, föstudag, stórútsölumarkaður á neðri hæð Sportbúðarinnar við Hafnargötu 23. Að sögn Óskars Færseth verða gerða miklar breytingar á búðinni, hún stækkuð með því að taka í notkun neðri hæðina og vöruúrval aukið til muna.