Sportakademía við Reykjaneshöll
Áform eru uppi um gerð nýs aðalleikvangs og fleiri mannvirkja við Reykjaneshöllina í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon bæjarstjóri hefur kynnt þessar hugmyndir meðal forystumanna íþróttafélaganna í bænum.
Reisa á 1.600 manna stúku við aðalleikvanginn og þá eru uppi hugmyndir um að reisa svonefnda sportakademíu framan við höllina. Þar á að vera aðstaða til starfsþjálfunar þjálfara, þjálfunar íþróttafólks og jafnvel frekari menntunar á þessu sviði. Undirbúningur að þessu hefur staðið í nokkra mánuði og m.a. verið rætt við yfirvöld menntamála og fulltrúa íþróttahreyfingarinnar í landinu.
Reisa á 1.600 manna stúku við aðalleikvanginn og þá eru uppi hugmyndir um að reisa svonefnda sportakademíu framan við höllina. Þar á að vera aðstaða til starfsþjálfunar þjálfara, þjálfunar íþróttafólks og jafnvel frekari menntunar á þessu sviði. Undirbúningur að þessu hefur staðið í nokkra mánuði og m.a. verið rætt við yfirvöld menntamála og fulltrúa íþróttahreyfingarinnar í landinu.