Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spóluðu upp jarðvegi á friðlýstu svæði
Mánudagur 23. mars 2009 kl. 08:30

Spóluðu upp jarðvegi á friðlýstu svæði


Tilkynnt var um tvö fjórhjól á á friðlýstu svæði við Setberg rétt sunnan við Sandgerði um níuleytið í gærkvöld. Þar höfðu ökumenn hjólanna verið að spóla upp jarðveginn og sátu hjólin föst eftir þegar landeigandinn kom þar að.  Þeir höfðu einnig skemmt netagirðingu sem umliggur svæðið.  Lögreglan kom á vettvang og hafði uppi á ökumönnunum og reyndist annar þeirra vera réttindalaus.

Ökumaður fjórhjóls hlaut opið beinbrot á fæti þegar hann missti vald á hjólinu við Krísuvíkurveg um kvöldmatarleytið í gær. Hjólið valt í brekku og hafnaði ofan á ökumanninum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Landsspítalann í Fossvogi.
---

Myndin tengist ekki fréttinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024