Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spólaði og brann
Mánudagur 1. júní 2009 kl. 14:08

Spólaði og brann


Eldur kom upp í bíl í Rockville í kvöld, þegar nokkur ungmenni léku sér við að spóla þar á planinu.  Þegar eitt dekkið sprakk og eigandi bílsins fór að huga að dekkinu, þá heyrðist smellur í vélinni og um leið kom eldur, segir á Sandgerðisvefnum 245.is.

Hringt var strax í neyðarlínuna sem kom boðum til slökkviliðsins hér í Sandgerði og voru þeir komnir á vettvang á innan við 8 mínútum frá útkalli.  Bíllinn var þá orðinn alelda, en greiðlega gekk að slökkva eldinn.  Enginn meiðsli urðu á fólki.


245.is var á staðnum og tók upp á vídeó sem má sjá með því að smella hér.
Myndband og klipping: Smári/245.is  |  [email protected]
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024