Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spólað á knattspyrnuvelli í Keflavík
Föstudagur 17. september 2010 kl. 16:27

Spólað á knattspyrnuvelli í Keflavík

Bifreið var ekið inn á knattspyrnuvöll í Keflavík í gærkvöldi eða nótt. Spólað var á vellinum þannig að ljót sár mynduðust. Knattspyrnuvöllurinn er við Iðavelli í Keflavík en þar hefur Keflavík æfingasvæði fyrir knattspyrnufólk á öllum aldri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skemmdarverkin á knattspyrnusvæðinu komi í ljós nú áðan þegar æfing átti að fara fram á vellinum. Síðasta æfing var á svæðinu um kl. 18:00 í gærdag, þannig að skemmdirnar hafa verið unnar eftir þann tíma.

Þeir sem geta veitt upplýsingar sem nýtast til að hafa uppi á þeim sem er valdur að skemmdunum er bent á að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum eða Pál Fanndal vallarstjóra Keflavíkur í síma 842 2020.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á knattspyrnuvellinum við Iðavelli nú áðan og á þeim sjást vel skemmdirnar á grasinu. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi