Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spkef: Verður ríkið ráðandi hluthafi?
Föstudagur 8. maí 2009 kl. 08:35

Spkef: Verður ríkið ráðandi hluthafi?


Afar líklegt er að ríkið verði ráðandi hluthafi yfir Sparisjóðnum í Keflavík og sjö öðrum sparisjóðum sem beðið hafa um eiginfjárframlag vegna bágrar fjárhagslegrar stöðu sinnar. DV.is greinir frá þessu en samkvæmt upplýsingum DV frá fjármálaráðaneytinu verða sett afar ströng skilyrði fyrir því að eiginfjárframlagið verði veitt til sparisjóðanna, meðal annars að ríkið eignist stóra hluta í þeim. Sparisjóðirnar verða hins vegar áfram sjálfstæðar stofnanir að nafninu til.

Sparisjóðirnir átta hafa óskað eftir eiginfjárframlagi frá ríkinu. DV hefur eftir Hjördísi Vilhjálmsdóttur, ráðgjafa Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, að líklega verði það  veitt en með afar ströngum skilyrðum þó, meðal annars að ríkið eignist stóra hluti í sjóðunum.

Sparisjóðirnar átta hafa beðið um eiginfjárframlagið frá ríkinu vegna bágrar stöðu þeirra og til þess að tryggja rekstrargrundvöll sinn til framtíðar en þeir voru allir reknir með miklu tapi á síðasta ári. Sparisjóðurinn í Keflavík var rekinn með rúmlega 17 milljarða króna tapi í fyrra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024