SpKef: Veglegir styrkir í tilefni af opnun í Garði
SpKef opnaði fyrir skemmstu í nýju og glæsilegu húsnæði í Garði og af því tilefni voru þremur aðilum í sveitarfélaginu veittir styrkir og samningur gerður við þann fjóra.
Unglingaráð Víðis hlaut 200 þúsund króna styrk tog Björgunarsveitin Ægir fékk nýja fartölvu af bestu gerð. Þá var hjúkrunarheimilinu Garðvangi færðar 500 þúsund krónur til tækjakaupa.
Að lokum var undirritaður 2ja ára samningur við byggðasafnið í Garði. Hann hljóðar alls upp á tvær milljónir, sem þýðir að frítt verður inn á safnið á samningstímanum.
Efri mynd: Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, og Ásgeir Hjálmarsson, forstöðumaður byggðasafnins, undirrita samninginn.
Neðri mynd: Hilmar Bragi Bárðarson, ritari Ægis, tók við vandaðri fartölvu frá SpKef.
VF-myndir: elg