SpKef sparisjóður styður við baráttu kvenna til jafnréttis
Í tilefni af kvennafrídeginum hefur SpKef sparisjóður ákveðið að loka öllum útibúum sínum kl. 14.00 í dag að undanskyldu aðalútibúi þess í Keflavík, en þar verður skert þjónusta. Þetta er gert til að sýna samstöðu í baráttu kvenna til jafnréttis og gefa þeim konum sem starfa hjá SpKef sparisjóð tækifæri til þess að taka þátt í hátíðarhöldum sem fram fara víða um land í dag.
SpKef sparisjóður óskar öllum konum til hamingju með daginn, segir í tilkynningu.