SpKef: Rúmir 2,3 milljarðar í hagnað 2007
Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrir árið 2007 nam 2.233,9 m.kr. króna fyrir skatta. Þetta er lækkun frá árinu 2006 þegar methagnaður var á rekstri Sparisjóðsins, eða 5.701,3 m. kr. Hagnaður eftir skatta nam 1.889,8 m. kr. samanborið við 4.756,3 m. kr. árið áður og arðsemi eigin fjár var 15,2%.
Meðal annarra staðreynda sem má finna í ársreikningi er til dæmis að hreinar rekstrartekjur lækkuðu um 47,7% frá fyrra ári og voru 3.904,3 m.kr. Hreinar vaxtatekjur námu 508,6 m.kr. samanborið við 676,6 m.kr árið 2006 sem er lækkun um 24,8%.
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga lækkaði mikið og var neikvæð um 2.080,2 m.kr. í samanburði við 140,1 m.kr. hagnað árið 2006.
Athygli vekur mikil aukning bæði á innlánum og útlánum. Í báðum tilfellum er um 100% aukningu að ræða. Heildarinnlán á árinu voru
38.912,2 m.kr. en voru 19.454,7 árið 2006. Útlán Sparisjóðsins ásamt kröfum námu 62.369,5 m.kr. í lok ársins 2007 og höfðu aukist um 31.231,8 m.kr.
Stofnfé var aukið um 2,5 milljarða á árinu og stóð við lok árs 2007 í 13.571,9 milljónum króna. Stofnfjáraðilar voru 1626 talsins í lok árs, en voru 617 í upphafi árs.
Eigið fé Sparisjóðsins í lok ársins 2007 nam 25.461,0 m.kr. og hefur eigið fé aukist um 15.663,4 m.kr. eða 159,9%.
Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík verður haldinn eftir rétta viku, þriðjudaginn 11. Mars.
Meðal annarra staðreynda sem má finna í ársreikningi er til dæmis að hreinar rekstrartekjur lækkuðu um 47,7% frá fyrra ári og voru 3.904,3 m.kr. Hreinar vaxtatekjur námu 508,6 m.kr. samanborið við 676,6 m.kr árið 2006 sem er lækkun um 24,8%.
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga lækkaði mikið og var neikvæð um 2.080,2 m.kr. í samanburði við 140,1 m.kr. hagnað árið 2006.
Athygli vekur mikil aukning bæði á innlánum og útlánum. Í báðum tilfellum er um 100% aukningu að ræða. Heildarinnlán á árinu voru
38.912,2 m.kr. en voru 19.454,7 árið 2006. Útlán Sparisjóðsins ásamt kröfum námu 62.369,5 m.kr. í lok ársins 2007 og höfðu aukist um 31.231,8 m.kr.
Stofnfé var aukið um 2,5 milljarða á árinu og stóð við lok árs 2007 í 13.571,9 milljónum króna. Stofnfjáraðilar voru 1626 talsins í lok árs, en voru 617 í upphafi árs.
Eigið fé Sparisjóðsins í lok ársins 2007 nam 25.461,0 m.kr. og hefur eigið fé aukist um 15.663,4 m.kr. eða 159,9%.
Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík verður haldinn eftir rétta viku, þriðjudaginn 11. Mars.