Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spkef og Suðurnes undirrita samstarfssamning
Þriðjudagur 12. september 2006 kl. 10:57

Spkef og Suðurnes undirrita samstarfssamning

Sparisjóðurinn í Keflavík verður aðalstyrktaraðili Björgunarsveitarinnar Suðurnes samkvæmt þriggja ára samstarfssamningi sem undirritaður var í síðustu viku.

Markmið samningsins að efla starfsemi björgunarsveitarinnar og styrkja samskiptin við Sparisjóðinn sem hafa verið með miklum ágætum undanfarin ár.  Mestum hæðum hefur samstarfið náð með flugeldasýningum á Ljósanótt og árlegri sýningu Björgunarsveitarinnar rétt fyrir áramót.
Á síðustu Ljósanótt var sýningin sérlega glæsileg og var mál manna að þar hafi nýjum hæðum verið náð í glæsileik flugeldasýninga.
Björgunarsveitin mun veita Sparisjóðnum og starfsmönnum þá þjónustu sem þeir hafa á boðstólum, s.s. skyndihjálparnámskeið og annað tengt þeirra starfsemi.

Geirmundur sagði við þetta tilefni að það væri Sparisjóðnum sérstakt ánægjuefni að geta lagt sitt af mörkum til að efla starfsemi Björgunarsveitarinnar sem væri að hans mati að vinna gríðarlega mikilvægt og þarft verk á Suðurnesjum og víðar.

 

Mynd: Fulltrúar Sparisjóðsins ásamt félögum í Björgunarsveitinni Suðurnes við undirritun samningsins.

 

VF-mynd:elg


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024