Spíttskútumálið: Lögreglan tók tölvur úr báti í Sandgerði
Lögreglan á Suðurnesjum gerði í gær leit um borð í fiskiskipinu Fagurey HF 21, sem liggur í Sandgerðishöfn. Leitin tengist svokölluðu „Spíttskútumáli“ sem upp kom á Fáskrúðsfirði í gærmorgun.Að sögn sjónarvotta gerði lögreglan upptækar tölvur og annan búnað sem var um borð í Fagurey.
Í samtali við karla á bryggjunni í Sandgerði er báturinn gerður út á lúðuveiðar.
Mynd: Fagurey bundin við bryggju í Sandgerði. Lögreglan tók búnað úr bátnum við leit í gærdag. Víkurfréttamynd: Ellert Grétarsson






