Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

  • Spilskúrinn í Garði rifinn
    Myndin er af spilskúrnum og umhverfi hans við Gerðabryggju og er tekin af götusjánni á vef já.is.
  • Spilskúrinn í Garði rifinn
Fimmtudagur 2. október 2014 kl. 15:12

Spilskúrinn í Garði rifinn

– Breyttir útgerðarhættir

Það er til marks um breytta útgerðarhætti þegar sótt er um leyfi til að rífa spilskúrinn við höfnina. Í Sveitarfélaginu Garð hefur verið sótt um leyfi til skipulagsyfirvalda að fá leyfi til þess að rífa spilskúrinn við Gerðabryggju.

Með spilinu í skúrnum voru bátar sjósettir og dregnir á land í sérstökum vögnum sem oftar en ekki voru gerðir úr gömlum vörubílsgrindum. Spilið í skúrnum var úr gömlu gömlu fiskiskipi.

Á síðustu áratugum 20. aldar voru fjölmargir smábátar geymdir á bakkanum við Gerðabryggju og sjósettir að morgni og teknir á land að kvöldi, því sjólag við höfnina í Garði er ekki hentugt til að hafa þar báta bundna við bryggju.

Nú verður skúrinn hins vegar rifinn því flestir þeir sem áður gerðu út smábáta eru sestir í helgan stein eða hafa fengið pláss við flotbryggjur í nágrannasveitarfélögum Garðsins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024