Spennandi Víkurfréttir í dreifingu á miðvikudag en hér er rafræna útgáfan
Víkurfréttir eru komnar í prentun en blaðið verður fáanlegt á dreifingarstöðum okkar á Suðurnesjum í fyrramálið. Fyrir ykkur sem viljið lesa Víkurfréttir rafrænt, þá er hægt að lesa blaðið hér að neðan.
Fjölbreytt efni er að finna í blaðinu að þessu sinni sem endra nær:
Rætt er við Maja Potkrajac sem býr við Hringbraut þar sem bíl var ekið á ofsahraða yfir hringtorg með hræðilegum afleiðingum, myndir af vettvangi.
Benný brosir hringinn og svarar nokkrum laufléttur spurningum í netspjalli.
Tómas Sigurðsson, forstjóri HS Orku, tala um áherslur HS Orku á komandi árum og nýtingu auðlinda á Reykjanesi.
Jóhanna Helgadóttir skrifar áhugaverðan pistil um heimanámsþjálfun – þann fyrsta af mörgum sem hún ætlar að rita um málefnið.
Við förum yfir sögu Með blik í auga með Kristjáni Jóhannssyni en síðustu tónleikarnir í þessari tónleikaröð voru haldnir um síðustu helgi.
Það er þreytandi að vera með grímu allan daginn en það er grímuskylda í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Knattspyrnukempan Sigurbergur Elísson er að upplifa föðurhlutverkið þessa dagana, hann er í léttu netspjalli þessa vikuna.
Fótboltinn fær sinn skerf af umfjöllun en sportpakkinn er 8 síður þessa vikuna.
Þróttur Vogum stefnir hröðum skrefum í átt að Lengjudeildinni. Knattspyrnugoðsögnin Hermann Hreiðarsson, þjálfari þeirra, spjallar við Víkurfréttir um tímabilið og fleira.
Sveindís Jane Jónsdóttir er að slá í gegn og við segjum nýjustu tíðindi af þessu ungstirni úr Keflavík.
Við tökum stöðuna á gengi Suðurnesjaliðanna í knattspyrnunni og birtum spá um gengi liða af Suðurnesjum í körfuknattleik karla en keppni er að hefjast hjá þeim.
Botninn slær Örvar Kristjánsson með lokaorðum á jákvæðu nótunum – eitthvað sem við þurfum meira af þessa dagana.
Margt fleira áhugavert í Víkurfréttum vikunnar en þú getur nálgast þær á eftirtöldum stöðum eða hér á vefnum.
Víkurfréttir liggja frammi á eftirtöldum dreifingarstöðum á Suðurnesjum: |
|
REYKJANESBÆRLandsbankinn, Krossmóa |
GRINDAVÍKNettó GARÐURKjörbúðin SANDGERÐIKjörbúðin VOGARVerslunin Vogum / N1 |