Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spenna í samskiptum þjóðanna
Laugardagur 31. mars 2007 kl. 11:49

Spenna í samskiptum þjóðanna

Seinni part nætur var lögreglu tilkynnt um hópslagsmál fyrir utan skemmtistaðinn Yello en þar hafði Íslendingum og Pólverjum lent saman. Slagsmál voru yfirstaðin er lögregla kom á vettvang en talsverður hiti mun hafa verið í mönnum.

Rétt fyrir klukkan þrjú var lögregla send að að heimli í Vogunum en þar hafði unglingapartí farið úr böndunum. Gekk vel að koma unglingunum þar út.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024