Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spenna í loftinu vegna Suðurlinda
Fimmtudagur 20. desember 2007 kl. 09:56

Spenna í loftinu vegna Suðurlinda

Nokkur spenna virðist vera í loftinu vegna stofnunar Suðurlinda, sem verður formlega frágengin í dag. Að félaginu standa sveitarfélögin Vogar, Grindavík og Hafnarfjarðarbær og er tilgangur þess  að standa vörð um sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna þriggja og íbúa þeirra varðandi náttúruauðlindir í landi þeirra, þ.e. við Trölladyngju, Sandfell og í Krýsuvík, eins og segir í viljayfirlýsingu. Svo er að heyra  að framtíðaráform Hitaveitu Suðurnesja um virkjanir á umræddum svæðum séu alls ekki trygg.

Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir í 24 stundum í morgun það ekki liggja fyrir að Hitaveita Suðurnesja fái að virkja í landi þeirra sveitarfélaga sem standa að stofnun Suðurlinda. Orkusölusamningur HS vegna álvers í Helguvík byggir á því að virkjað verði á umræddum svæðum.

Árni Sigfússon, stjórnarformaður HS, segir í MBL í morgun að skýra þurfi betur tilgang og verkefni Suðurlinda. Ef starfsemi félagsins gangi gegn hagsmunum HS sé viljayfirlýsing stærstu hluthafa, þar sem m.a. Reykjanesbær og GGE afsöluðu sé forkaupsrétti á hlut Hafnarfjarðar í HS, marklaust plagg. Þar kemur fram að aðilar samkomulagsins muni vinna að framtíð HS og vexti hennar á starfssvæðinu. Ef viljayfirlýsingin sé ógild, gæti Reykjanesbær og jafnvel GGE verið óbundinn af yfirlýsingunni og nýtt sér forkaupsréttinn.

Ásgeir Margeirsson, forstjóri GGE, tekur í svipaðan streng og Árni varðandi forkaupsréttinn, málið þurfi að skoðast og ekki sé sjálfgefið að OR eignist hlutinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024