Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sparri byggir þjónustumiðstöð í Vogum
Sveitarfélagið Vogar.
Þriðjudagur 27. nóvember 2018 kl. 06:23

Sparri byggir þjónustumiðstöð í Vogum

Sparri ehf. bauð lægst í byggingu þjónustumiðstöðvar Sveitarfélagsins Voga en tilboð voru opnuð á dögunum. Alls bárust ellefu tilboð í verkið, þar af þrjú frávikstilboð.
 
Kostnaðaráætlun hönnuða er kr. 137,5 milljónir króna. Lægsta tilboð í verkið var frá Sparra ehf., kr. 134,9 milljónir kr., sem er 98,12% af kostnaðaráætlun. 
 
Öll önnur tilboð voru hærri en kostnaðaráætlun. Bæjarráð Voga samþykkti samhljóða á fundi sínum að ganga til samninga við Sparra ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024