Sparkað í höfuð manns
Um hálf fjögur leytið í nótt fékk lögreglan í Keflavík tilkynningu um að sparkað hefði verið í höfuð manns. Atvikið átti sér stað fyrir utan Pulsuvagninn við Tjarnargötu í Keflavík. Var maðurinn fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en hann var lítið meiddur.
Lögreglunni barst einnig tilkynning um að níu kílóa gaskúti hefði verið stolið af grilli sem stóð á verönd við einbýlishús í Keflavík. Hafði slangan sem tengir grillið við gaskútinn verið skorinn í sundur og kúturinn numinn á brott.
Lögreglunni barst einnig tilkynning um að níu kílóa gaskúti hefði verið stolið af grilli sem stóð á verönd við einbýlishús í Keflavík. Hafði slangan sem tengir grillið við gaskútinn verið skorinn í sundur og kúturinn numinn á brott.