Sparisjóðurinn sýnir áhuga á húsnæði bæjarskrifstofu
Sparisjóðsstjóri hefur ritað bæjarstjóra Reykjanesbæjar bréf þar sem hann lýsir áhuga á að nýta húsnæði bæjarskrifstofa á efri hæð að Tjarnargötu 12 ef hagkvæmt reynist fyrir bæjarskrifstofur að flytja á einn stað í stað tveggja eins og nú er.
Í bréfinu er bent á að Sparisjóðurinn flutti starfsemi sína í einar höfuðstöðvar fyrir mörgum árum og af því hlaust mikið hagræði. Hluti starfsmanna Sparisjóðsins er nú í kjallara hússins sem gæti nýtt betri aðstöðu en þar býðst.
Helmingur starfssviða Reykjanesbæjar er nú í húsnæði Kjarna við Hafnargötu en hinn hlutinn að Tjarnargötu 12. Bókasafn og miðstöð upplýsinga á einum stað, auk bæjarskrifstofa, gæti aukið hagræði í rekstri og bætt þjónustu við bæjarbúa.
Erindið verður kynnt í bæjarráði n.k. fimmtudag 5. febrúar. Verkefnið verður skoðað nánar með því að unnin verður greining á húsnæðisþörf og hagræði miðað við húsnæði á einum stað. Fasteign hf. mun annast skoðun á því, en frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Í bréfinu er bent á að Sparisjóðurinn flutti starfsemi sína í einar höfuðstöðvar fyrir mörgum árum og af því hlaust mikið hagræði. Hluti starfsmanna Sparisjóðsins er nú í kjallara hússins sem gæti nýtt betri aðstöðu en þar býðst.
Helmingur starfssviða Reykjanesbæjar er nú í húsnæði Kjarna við Hafnargötu en hinn hlutinn að Tjarnargötu 12. Bókasafn og miðstöð upplýsinga á einum stað, auk bæjarskrifstofa, gæti aukið hagræði í rekstri og bætt þjónustu við bæjarbúa.
Erindið verður kynnt í bæjarráði n.k. fimmtudag 5. febrúar. Verkefnið verður skoðað nánar með því að unnin verður greining á húsnæðisþörf og hagræði miðað við húsnæði á einum stað. Fasteign hf. mun annast skoðun á því, en frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.