Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sparisjóðurinn styrkir GS
Föstudagur 4. júní 2004 kl. 09:35

Sparisjóðurinn styrkir GS

Í gær skrifuðu Golfklúbbur Suðurnesja og Sparisjóður Keflavíkur undir samstarfssamning sem kveður á um að Sparisjóðurinn styðji við bakið á golfklúbbnum til næstu fimm ára.

Samningurinn felur í víðtækan styrk til starfsemi GS og má m.a. nefna Sparisjóðsmótið, keppnissveitir GS og fær unglingastarf klúbbsins einnig sinn skerf. Sparisjóðurinn hefur verið einn af bakhjörlum GS undanfarin ár og með samningnum er það samstarf treyst og aukið enn frekar. Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, og Gunnar Þórarinsson, formaður GS, lýstu yfir ánægju með samvinnuna við undirritun samningsins og töldu að báðir aðilar myndu njóta góðs af honum í náinni framtíð.

VF-mynd/Þorgils Jónsson: Gunnar og Geirmundur handsala samninginn í blíðviðrinu á Leiru

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024