Fimmtudagur 7. febrúar 2002 kl. 09:22
Sparisjóðurinn opnar í Vogum
Sparisjóður Keflavíkur hefur ákveðið að opna útibú í Vogum, nánar tiltekið að Iðndal 2, þar sem Apótek Keflavíkur var áður. Áætlað er að útibúið taki til starfa með vorinu.Ekki er búið að taka ákvörðun um hvernig opnunartíma verður háttað.