Sparisjóðurinn færir HSS gjöf
Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík ákvað á fundi sínum 28. febrúar, að gefa slysa- og bráðamóttöku HSS fullkominn stafrænan blóðþrýstings- og súrefnismettunarmæli. Þetta tæki er langþráð og kærkomin viðbót við tækjakost móttökunnar, sem eins og gefur að skilja þarf að vera vel tækjum búin til að geta staðið í fremstu röð í móttöku og fyrstu meðferð bráðveikra og slasaðra og er tækið væntanlegt innan skamms eins og kemur fram á vefsíður HSS(www.hss.is).