Sparisjóðurinn býður á Gokart-keppni
Bein útsending verður á sunnudaginn frá svokallaðri F1 keppni í Gokart á brautinni í Njarðvík. Það er sjónvarpsstöðinn Sýn sem mun sýna í um tvær klukkustundir frá mótinu og hefst útsending kl. 13:00 Áður fer fram tímataka og verður keppnin í Formula 1 stíl, að sögn mótshaldara. Sparisjóðurinn í Keflavík er stór styrktaraðili keppninnar og ætlar að bjóða öllum Suðurnesjamönnum frítt á Gokart-brautina til að fylgjast með keppninni.Þetta mun vera kostaboð, því jafnan kostar um 1000 kr. inn á akstursíþróttakeppnir á lokuðum svæðum. Þeir sem ekki komast á keppnina geta hins vegar horft á hana á Sýn nk. sunnudag kl. 13 í beinni útsendingu.