Sparisjóðshúsið í Garði rifið fyrir nýtt verslunar- og þjónustuhús?
Á síðasta fundi Skipulags-og bygginganefndar Garðs lá fyrir erindi frá Sparisjóðnum í Keflavík og Kaupfélagi Suðurnesja hvort heimilt yrði að fjarlægja núverandi hús á lóðinni Sunnubraut 4 í Garði og byggja nýtt verslunar- og þjónustuhús. Tekið er fram á vef Sveitarfélagsins Garðs að nefndin taki vel í erindið og byggingafulltrúa verði falið að útbúa deiliskipulag af svæðinu miðað við framkomnar óskir.