Spáir snjókomu á morgun
Hægviðri og bjart að mestu við Faxaflóa í dag. Sunnan 3-8 í nótt, og þykknar upp en vestan 5-13 á morgun og dálítil snjókoma eða slydda. Hiti rétt yfir frostmarki, en vægt frost í nótt.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg breytileg átt og léttskýjað. Suðlægari átt í nótt og þykknar upp. Vestan 5-10 m/s með dálítilli snjókomu á morgun. Hiti 2 til 6 stig í dag en vægt frost í nótt og hiti um frostmark á morgun.