Spáð köldu veðri áfram
Eftir óvenju hlýja tíð upp á síðkastið verður landinn að klæða sig vel næstu daga því spáð er norðaustan átt með 8-15 m/s en 15-20 m/s suðaustanlands fram eftir degi. Gert er ráð fyrir éljagangi norðan- og austanlands en léttskýjuðu suðvestan til á landinu. Áfram verður kalt í veðri.
Veðurkort af veðurvef mbl.is.
Veðurkort af veðurvef mbl.is.