Spáð 30 m/s vindi á Reykjanesskaganum í fyrramálið
Veðurstofan varar við stormi sunnan og vestanlands undir kvöld og ofsaveðri, allt að 30 m/s í fyrramálið. Einnig varar Veðurstofan við stormi norðan- og austanlands í nótt og á morgun.
Veðurfræðingur á vakt gerir ráð fyrir að byrji að bæta í vind strax uppúr hádegi í dag sunnan- og vestanlands og vindu vaxi smám saman fram til fyrramáls. Hann reiknar með því að veðrið verði verst á þessu svæði milli klukkan 5 og 8 í fyrramálið. Spáð er meðalvindi um og yfir 30 m/s undir Eyjafjöllum, í Vestmannaeyjum, á Reykjanesskaganum, á Kjalarnesi og víða á fjallvegum á sunnan- og vestanverðu landinu.