Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sóttvarnaraðgerðir hertar á ný
Íþróttasambönd eru nú í óða önn að aflýsa öllum keppnum og viðburðum.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 24. mars 2021 kl. 15:38

Sóttvarnaraðgerðir hertar á ný

Sóttvarnarreglur taka gildi á miðnætti

Ríkisstjórnin hefur kynnt viðbrögð við útbreiðslu hins breska afbrigðis kórónaveirunnar sem hefur náð útbreiðslu á Íslandi. Heilbrigðisráðherra segir að stíga verði fast til jarðar og bregðast skjótt við en þetta afbrigði virðist dreifa sér hraðar en þau afbrigði sem við höfum fengist áður við.

Frá miðnætti taka því hertar reglur gildi um allt land og verða í gildi í þrjár vikur, þær helstu eru:

  • Meginreglan verður tíu manna fjöldatakmörkun (börn fædd 2015 og síðar verða und­an­skil­in)
  • Öllum skól­um nema leik­skól­um verður lokað fram að páskafríi
  • Þetta fyr­ir­komu­lag mun gilda í þrjár vik­ur.
  • Lík­ams­rækt­ar­stöðvar og sund­laug­ar þurfa að loka ásamt því að starfsemi leik­húsa, kvik­mynda­hús­a og veitingahúsa mun loka. 
  • Trú- og lífs­skoðun­ar­fé­lög mega hafa 30 gest­i við at­hafn­ir. 
  • Inni- og útiíþrótt­ir barna og full­orðinna sem krefjast meiri en tveggja metra nálægðar eða þar sem hætta er á snert­ismiti vegna sam­eig­in­legs búnaðar verða óheim­il­ar. 
  • Veit­ingastaðir mega að há­marki taka á móti tuttugu gest­um í hverju rými, sem all­ir skulu skráðir og fá af­greiðslu í núm­erið sæti. Heilmilt er að taka á móti gest­um til klukk­an 21 og hafa opið til 22.

Ljóst er að mikil röskun verður á atvinnulífi, skólum, íþróttastarfi og tómstundum fram yfir páska hið minnsta. Sem dæmi um það eru íþróttasambönd nú í óða önn að aflýsa öllum keppnum og viðburðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024