Sóttvarnalæknir spilar í sjómannabandi í Grindavík
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, verður í Bakkalábandi Vísis-fjölskyldunnar á tónleikum laugardaginn 6. júní á Bryggjunni í Grindavík. Dagskráin hefst klukkan 15 og er aðgangur ókeypis.
Bakkalábandið er skipað Vísis-fjölskyldunni; Margréti, Pétri, Kristínu og Svanhvíti Pálsbörnum, ásamt Ársæli Mássyni, Axel Ómarssyni, Halldóri Lárussyni og engum öðrum en sóttvarnalækninum Þórólfi Guðnasyni.
Föstudagskvöldið 5. júní verða tónleikar þar sem hinir þjóðkunnu tónlistarmenn Jógvan Hansen, Matthías Matthíasson og Vignir Snær Vigfússon flytja helstu smelli hljómsveitarinnar The Eagles.