Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sóttur í skip djúpt út af Garðskaga
Mánudagur 31. maí 2010 kl. 08:43

Sóttur í skip djúpt út af Garðskaga

Sjómaður var sóttur með þyrlu í skip djúpt út af Garðskaga í gærkvöldi. Togari sem staddur var við austur Grænland óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar skipið var um 480 sjómílur frá Garðskaga. Um borð í skipinu var skipverji sem fengið hafið slæman brjóstverk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gæslan bað skipið um að snúa í átt til Íslands og var maðurinn sóttur þegar skipið var statt 150 sjómílur útifyrir Garðskaga. Líðan mannsins var sögð stöðug. Þýski togarinn Kiel er gerður út af dótturfélagi Samherja hf.



Mynd: Björgunarþyrlan TF-LÍF á flugi. Systir hennar, GNÁ, var send djúpt út af Garðskaga í gær að sækja veikan sjómann.