Sóttur djúpt út af Reykjanesi
Björgunarstjórnstöðin í Þórshöfn í Færeyjum hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 12:38 í gær og tilkynnti að skipverji um borð í færeyska togaranum Sólborgu hefði fengið höfuðhögg og óskað væri eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Krókur úr trollhlera hafði slitnað og lent á höfði mannsins. Sólborg var þá stödd um 400 sjómílur vestur af Reykjanesi.
Þar sem togarinn var staddur svo fjarri landinu og ekki var aðkallandi að mati læknis að sækja manninn strax var ákveðið að bíða þar til skipið væri komið nær Íslandi og birta færi af degi. TF-LIF fór í loftið kl. 5:33 í morgun og kom að togaranum 186 sjómílur vestur af Reykjavík um kl. 7. Vel gekk að hífa skipverjann um borð og lenti þyrlan við skýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 9 í morgun. Þar beið sjúkrabíll sem flutti hann á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Sjá meðfylgjandi mynd sem Hlynur Þorsteinsson læknir í áhöfn TF-LIF tók af togaranum í morgun.
Þar sem togarinn var staddur svo fjarri landinu og ekki var aðkallandi að mati læknis að sækja manninn strax var ákveðið að bíða þar til skipið væri komið nær Íslandi og birta færi af degi. TF-LIF fór í loftið kl. 5:33 í morgun og kom að togaranum 186 sjómílur vestur af Reykjavík um kl. 7. Vel gekk að hífa skipverjann um borð og lenti þyrlan við skýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 9 í morgun. Þar beið sjúkrabíll sem flutti hann á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Sjá meðfylgjandi mynd sem Hlynur Þorsteinsson læknir í áhöfn TF-LIF tók af togaranum í morgun.