Fimmtudagur 4. júní 2015 kl. 10:17
Sóttu vélarvana bát
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út rúmlega átta í gærkvöldi vegna vélarvana báts.
Báturinn var staddur um átta sjómílur frá Grindavík. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason var sent á vettvang og dró bátinn til Grindavíkur.