Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sóttu slasaðan sjómann við Reykjanes
Föstudagur 5. júlí 2013 kl. 07:05

Sóttu slasaðan sjómann við Reykjanes

Landhelgisgæslunni barst upp úr klukkan 21:00 í kvöld beiðni um aðstoð þyrlu eftir að sjómaður slasaðist um borð í fiskiskipi sem staðsett var um 90 sjómílur SV- af Reykjanesi. Eftir samráð við þyrlulækni var talið nauðsynlegt að sækja manninn sem er ekki í lífshættu. Báðar þyrluvaktir voru kallaðar út kl. 21:24 en þar sem skipið er staðsett utan 20 sjómílna var nauðsynlegt að kalla út tvær þyrluáhafnir, önnur þeirra er í viðbragðsstöðu. 

Skipið sigldi á auknum hraða til móts við þyrluna. Fór þyrlan í loftið kl. 22:44 og kom að skipinu um kl. 23:35 þegar það var staðsett um 65 sjómílur frá Reykjanesi.  Áætlað er að þyrlan snúi aftur til Reykjavíkur um kl. 01:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024