Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sóttu slasaðan sjómann
Fimmtudagur 26. febrúar 2015 kl. 18:22

Sóttu slasaðan sjómann

Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út nú fyrir tæpri klukkustund þegar tilkynning barst um slasaðan sjómann um borð i fiskiskipi rétt utan Grindavíkur. Sveitin fór á staðinn á tveimur hraðskreiðum bátum og flutti manninn til hafnar í Grindavík eftir að hafa hlúð að honum.

Verið er að undirbúa flutning hans á sjúkrahús í Reykjavík.

Ekki fást upplýsingar um meiðsli sjómannsins á þessari stundu, segir í tilkynningu sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent frá sér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024