Sóttu slasaðan mann í Hrafn GK
Björgunarsveitarmenn úr Sigurvon í Sandgerði sóttu í nótt sjómann sem hafði slasast um borð í Hrafni GK. Skipið var statt um 80 sjómílur SV af Sandgerði þegar slysið varð.
Skipið sigldi til móts við björgunarsveitarmenn, en þar sem slæmt var í sjóinn varð mönnum að samkomulagi að hinn slasaði var fluttur yfir í björgunarbátinn Kidda Lár við Garðskaga. Þaðan var siglt með hann til Keflavíkur, þar sem sjúkrabíll beið hins slasaða.
Hinn slasaði mun hafa verið með brotna fingur.




