Sóttu slasaðan mann í Hrafn GK
Björgunarsveitarmenn úr Sigurvon í Sandgerði sóttu í nótt sjómann sem hafði slasast um borð í Hrafni GK. Skipið var statt um 80 sjómílur SV af Sandgerði þegar slysið varð.
Skipið sigldi til móts við björgunarsveitarmenn, en þar sem slæmt var í sjóinn varð mönnum að samkomulagi að hinn slasaði var fluttur yfir í björgunarbátinn Kidda Lár við Garðskaga. Þaðan var siglt með hann til Keflavíkur, þar sem sjúkrabíll beið hins slasaða.
Hinn slasaði mun hafa verið með brotna fingur.
Skipið sigldi til móts við björgunarsveitarmenn, en þar sem slæmt var í sjóinn varð mönnum að samkomulagi að hinn slasaði var fluttur yfir í björgunarbátinn Kidda Lár við Garðskaga. Þaðan var siglt með hann til Keflavíkur, þar sem sjúkrabíll beið hins slasaða.
Hinn slasaði mun hafa verið með brotna fingur.