Sóttu jeppa á Djúpavatnsleið
Fyrsta útkall Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík á nýju ári barst um kl 15.00 á nýársdag. Beiðni um aðstoð barst vegna jeppa sem bilaði skammt frá Vigdísarvöllum á Djúpavatnsleið. Bíllinn hafði bilað seinni partinn á gamlársdag og varð ökumaðurinn að skilja hann eftir. Björgunarsveitin Þorbjörn sendi Patrol jeppa sveitarinnar til aðstoðar og var komið með bilaða jeppann til Grindavíkur um kl 18.00.