Sótt um byggingu fiskeldiskerja á Vatnsleysu
Íslandsbleikja ehf. hefur sóttt um byggingarleyfi fyrir 8 fiskeldisker við fiskeldisstöð á Vatnsleysu skv. ódagsettri umsókn sem umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga tók á móti í byrjun júní.
Umsóknin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir. Skal því fara fram grenndarkynning áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd í samræmi við skipulagslög. Kynna skal umsóknina fyrir íbúum og eigendum jarðanna Stóru-Vatnsleysu og Minni-Vatnsleysu og lóðanna Vatnsleysu og Vatnsleysu 2.
Ljósmynd af vef Sportveiðiblaðsins.