Sötrað á kaffi undir ræðunni
Fundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins var haldinn í dag í Reykjanesbæ af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fundurinn er haldinn í kjölfar þess að nýlega undirrituðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga yfirlýsingu um að skipa samstarfsnefnd til að ræða og meta sameiningarkosti sveitarfélaga í hverjum landshluta. Nefndin skal kynna sér stöðu mála í einstökum landshlutum og viðhorf sveitarstjórnarmanna og almennings til sameiningar.
Fundurinn í Reykjanesbæ var ekki fjölsóttur, en hann sóttu aðallega sveitarstjórnarmenn af Suðurnesjum eða fólk á leiðinni í framboð. Sumir gáfu sér tíma til að sötra á rjúkandi kaffi yfir ræðuhöldunum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson