Sorptunnur í stað svörtu ruslapokanna
Á næstu vikum mun Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. taka í notkun sorptunnur í stað svörtu ruslapokanna. Í Grindavík hafa tunnur verið notaðar í tæp 10 ár við almenna ánægju íbúanna. Tunnunum verður dreift á næstu vikum og verður fyrirkomulag þess kynnt betur síðar.
Tunnurnar voru keyptar eftir útboð þar sem 21 tilboð barst og var tilboð Íslenskra Umhverfistækni ehf. í Reykjanesbæ lægst eða upp á 13.340.700 kr. fyrir 4900 stk. Tunnurnar eru þýskar af gerðinni KLIKO 240 lítrar að stærð og uppfylla alla Evrópustaðla.
Ástæða þess að Sorpeyðingarstöðin fer út í þessar breytingar eru af þrennum toga. Í fyrsta lagi er notkun á tunnum umhverfisvænni lausn þ.e. að ekki þarf að brenna plastpokunum, minni slysahætta við sorphirðuna og í þriðja lagi sparnaður en kostnaður Sorpeyðingarstöðvar við kaup á pokum nam á síðasta ári um 6.8 milljónum króna. Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri sagði það von Sorpeyðingarstöðvarinnar að íbúar á Suðurnesjum taki þessari breytingu vel.
Lilja Pétursdóttir, starfandi framkvæmdastjóri Íslenskrar umhverfistækni ehf. í Reykjanesbæ, dóttir hennar Lilja Karlotta Friðfinnsdóttir og Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Tunnurnar voru keyptar eftir útboð þar sem 21 tilboð barst og var tilboð Íslenskra Umhverfistækni ehf. í Reykjanesbæ lægst eða upp á 13.340.700 kr. fyrir 4900 stk. Tunnurnar eru þýskar af gerðinni KLIKO 240 lítrar að stærð og uppfylla alla Evrópustaðla.
Ástæða þess að Sorpeyðingarstöðin fer út í þessar breytingar eru af þrennum toga. Í fyrsta lagi er notkun á tunnum umhverfisvænni lausn þ.e. að ekki þarf að brenna plastpokunum, minni slysahætta við sorphirðuna og í þriðja lagi sparnaður en kostnaður Sorpeyðingarstöðvar við kaup á pokum nam á síðasta ári um 6.8 milljónum króna. Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri sagði það von Sorpeyðingarstöðvarinnar að íbúar á Suðurnesjum taki þessari breytingu vel.
Lilja Pétursdóttir, starfandi framkvæmdastjóri Íslenskrar umhverfistækni ehf. í Reykjanesbæ, dóttir hennar Lilja Karlotta Friðfinnsdóttir og Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.