Sorphirða á Suðurnesjum boðin út
Kalka sorpeyðingarstöð sf. hefur óskað eftir tilboðum í hirðu sorps frá heimilum innan sveitarfélagana Reykjanesbæ, Grindavíkur, Suðurnesjabæjar og Voga. Um er að ræða tæmingu á ílátum við heimili ásamt flutningi á tilgreinda móttökustöð. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu en um er að ræða sorphirðu til ársins 2029.
Útboðið er í þremur útboðshlutum og er hægt að bjóða í staka útboðshluta.
Útboðshluti 1: Blandaður úrgangur og lífrænn úrgangur – 9730 ílát.
Útboðshluti 2: Pappír/pappi og plast – 14.780 ílát
Útboðshluti 3: Djúpgámar – 1 stöð með 4 úrgangsflokkum.
Tilboðum skal skila eigi síðar en 28. september og verða opnuð sama dag.