Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sorphaugar að myndast ofan við Mánagrund
Miðvikudagur 30. maí 2007 kl. 01:57

Sorphaugar að myndast ofan við Mánagrund

Vísir að sorphaugum er að myndast við gamla skreiðarhjalla ofan við Mánagrund. Þangað virðist fólk leggja leið sína með heimilisúrgang, frekar en að fara með hann í Kölku til eyðingar. Skiptir þá engu að hálfgerð vegleysa er á staðinn.

Skýringin er örugglega sú að ruslinu hefur verið hent þarna þegar Kalka hefur verið lokuð.

Starfsmenn Kölku máttu hreinsa upp hrúgur af rusli sem losað hafði verið utan við girðingu sorpeyðingarstöðvarinnar eftir að hún var lokuð nú um Hvítasunnuhelgina.

Ruslið sem blaðamanni Víkurfrétta var bent á í heiðinni ofan við Mánagrund í kvöld, þriðjudagskvöld, bar þess sumt merki að hafa verið þar í skamman tíma, en annað virðist hafa verð þarna í einhverja daga eða vikur.

Það verður því eflaust verkefni einhverra hreinsunarflokka að þrífa upp ruslið eftir þessa umhverfissóða og koma ósómanum í Kölku, sem er þarna örskammt frá.

 

Myndir: Hornsófasett er meðal þess sem finna má í heiðinni ofan við Mánagrund. Þar kennir einnig margra annarra grasa eins og sjá má.

 

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024